Matarmenntun

Velkomin á vefsíðuna okkar, Matarmenntun í leikskóla. Þessi vefur er lokaverkefni okkar til B.Ed-gráðu frá Háskóla Íslands, kennaradeild, vorið 2012. Við ákváðum að útbúa vefsíðu til þess að gera viðfangsefni okkar aðgengilegt og nýtilegt sem flestum. Það er von okkar að efnið höfði til þeirra sem starfa í leikskóla sem og áhugafólks um uppeldi barna, og verði til þess að auka veg matarmenntunar í leikskóla.

Vefsíðan er unnin með það að markmiði, að efla skilning kennara og þeirra sem áhuga hafa á starfi með börnum, á mikilvægi þess að fræða börn um heilbrigt líferni og hjálpa þeim að öðlast frekari meðvitund um þann mat sem þau leggja sér til munns, með hliðsjón af kennsluaðferðum Reggio Emilia-skólanna. Hugmyndir Slow Food-samfélagsins, Reggio Emilia-hugsuða og hugmyndir um sjálfbært samfélag eru nýttar sem stoðir vefsíðunnar og telja höfundar þær eiga vel við í íslenskum skólum, sem og samfélaginu í heild.

Ef þú hefur einhverjar fyrirspurnir varðandi vefinn eða efni hans, vinsamlegast hafðu samband við höfunda.

Kær kveðja,

Heiðbjört Gylfadóttir, netfang: heidagylfa@gmail.com
Íris María Bjarkadóttir, netfang: irism88@hotmail.com